Fréttir


EIOPA birtir tækniráðgjöf til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

1.4.2015

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA) birti 26. mars sl. tækniráðgjöf til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í tengslum við fjármögnunar- og viðreisnaráætlanir (e. finance scheme and recovery plan) og úrræði eftirlitsstjórnvalda við versnandi fjárhagsstöðu vátryggingafélaga eftir gildistöku Solvency II.

Tækniráðgjöf EIOPA, sem hægt er að nálgast hér, var veitt að beiðni framkvæmdastjórnarinnar og tengist greinum 138(2), 139(2) og 141 í Solvency II tilskipuninni.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica