Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal með drögum að reglum um ársreikninga verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða

18.5.2015

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 4/2015. Skjalið inniheldur drög að reglum um ársreikninga verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða. Jafnframt hefur verið sent út dreifibréf þar sem viðtakendum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin. Skjölin eru birt á vefsíðu eftirlitsins, http://www.fme.is/log-og-tilmaeli/umraeduskjol/.

Með nýju reglunum er upplýsingagjöf vegna ársreikninga verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða samræmd við evrópskar kröfur í samræmi við tilskipun 2009/65/EB (UCITS IV). Við gerð reglnanna var stuðst við sambærilegar reglur á Írlandi og í Lúxemborg. Við gildistöku reglnanna fellur úr gildi b-hluti reglna um reikningsskil verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða, nr. 97/2004, ásamt þeim viðaukum reglnanna sem byggir á þeim hluta.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica