Fréttir


Kynningarfundur um nýlega innleitt verklag við gagnaskil

15.4.2015

Fjármálaeftirlitið bauð eftirlitsskyldum aðilum á lánamarkaði og vátryggingamarkaði fyrir nokkru til kynningarfundar um nýlega innleitt verklag við gagnaskil hjá Fjármálaeftirlitinu og endurskoðun á gagnasöfnun þess með hliðsjón af kröfum CRD IV og Solvency II

Í framhaldi af fundinum, sem var liður í  samstarfsverkefni Fjármálaeftirlitsins og Samtaka fjármálafyrirtækja, voru aðilar beðnir að koma tillögum, ábendingum og athugasemdum vegna gagnasöfnunar Fjármálaeftirlitsins til Samtaka fjármálafyrirtækja. Athugasemdir skulu sendar á netfangið gagnaskil@sff.is fyrir 1. maí nk. Þar verða þær teknar saman og síðan komið á framfæri við Fjármálaeftirlitið til úrvinnslu og umsagnar.

Kynning á verklagi gagnaskila hjá FME

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica