Fréttir


Uppfærsla gagnalíkans skuldbindingaskrár – útgáfa 2.0 og kynningarfundur

5.7.2019

Fjármálaeftirlitið hefur birt uppfært gagnalíkan skuldbindingaskrár – útgáfu 2.0, sem tekur gildi 1. október næstkomandi. Fyrstu skil samkvæmt útgáfu 2.0 verða 20.11. miðað við uppgjörsdag 31.10.2019. Nánar er fjallað um skuldbindingaskrána á vef Fjármálaeftirlitsins: https://www.fme.is/thjonustugatt/rafraen-skil/skuldbindingaskra/

Fjármálaeftirlitið hélt kynningarfund fyrir lánastofnanir þann 20. júní síðastliðinn þar sem gerð var grein fyrir helstu breytingum gagnalíkansins frá útgáfu 1.5, en þær felast m.a. í nýjum kafla vegna skila á upplýsingum um fasteignalán til neytenda sem safnað hefur verið í óreglulegum takti til þessa, en færast nú í regluleg skil með skuldbindingaskrá. Þá var jafnframt gerð grein fyrir því hvernig kröfur um meðferð persónugreinanlegra upplýsinga verða uppfylltar.

Glærur frá kynningarfundi

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica