Fréttir


Reglugerð um skortsölu tekur gildi 1. júlí 2017

28.6.2017

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að reglugerð Evrópusambandsins nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga hefur verið innleidd í íslensk lög. Lög nr. 55/2017 um skortsölu og skuldatryggingar taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Frekari upplýsingar um skortsölureglugerðina má sjá á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Þar er einnig að finna eyðublöð sem nota skal við tilkynningar um hreinar skortstöður. 

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica