Fréttir


Umræðuskjal um drög að leiðbeinandi tilmælum um skýrslur tryggingastærðfræðinga til FME

27.2.2009

Fjármálaeftirlitið hefur birt til umsagnar umræðuskjal nr. 1/2009. Umræðuskjalið er um drög að leiðbeinandi tilmælum um skýrslur tryggingastærðfræðinga líftryggingafélaga til Fjármálaeftirlitsins.

Tryggingastærðfræðingum líftryggingafélaga er falið mikilvægt hlutverk í lögum um vátryggingastarfsemi. Komist tryggingastærðfræðingur að því í starfi sínu að líftryggingafélag sem hann starfar fyrir fari ekki eftir settum reglum varðandi líftryggingaskuld og reiknigrundvöll iðgjalda skal hann tafarlaust tilkynna það Fjármálaeftirlitinu. Fjármálaeftirlitið getur krafið tryggingastærðfræðing líftryggingafélags um þær upplýsingar sem  nauðsynlegar eru vegna eftirlits með iðgjaldagrundvelli, líftryggingaskuld og fjárhagsstöðu líftryggingafélags.

Markmið Fjármálaeftirlitsins með því að gefa út leiðbeinandi tilmæli um skýrslur tryggingastærðfræðinga er meðal annars að fyrir liggi opinberlega upplýsingar um hvernig tryggingastærðfræðingum er gert að sinna sínum lagalegu skyldum og hvernig eftirliti Fjármálaeftirlitsins með því er háttað. Mikilvægt er að neytendur geti treyst því að þessu mikilvægi hlutverki sé sinn á fullnægjandi hátt.

Umræðuskjalið hefur verið sent líftryggingafélögum og Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga til umsagnar. Umræðuskjalið má sjá hér.

Umsagnarfrestur er til 11. mars 2009.

Nánari upplýsingar veitir: Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, GSM: 840 3861.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica