Fréttir


Kynningarfundur Fjármálaeftirlitsins fyrir vátryggingafélög og endurskoðunarstofur

3.12.2013

Fjármálaeftirlitið hélt kynningarfund fyrir vátryggingafélög og endurskoðunarstofur um svokölluð undirbúningstilmæli EIOPA vegna Solvency II tilskipunarinnar föstudaginn 29. nóvember sl. Um var að ræða framhald af kynningarfundi sem Fjármálaeftirlitið hélt 14. maí þar sem tilmælin voru fyrst kynnt á meðan þau voru í umsagnarferli hjá hagsmunaaðilum.

Farið var yfir stefnu og áherslur Fjármálaeftirlitsins í innleiðingu tilmælanna og helstu breytingar sem gerðar voru í umsagnarferlinu. Eftirlitið mun á næstu vikum kynna drög að leiðbeinandi tilmælum og leiðbeiningum sem ætlað er að tryggja viðeigandi undirbúning fyrir Solvency II, í samræmi við megináherslur tilmæla EIOPA.

Hér má sjá glærukynningu fundarins.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica