Fréttir


Kynningarfundur um drög að leiðbeinandi tilmælum EIOPA um undirbúning vegna Solvency II

27.5.2013

Þann 14. maí sl. hélt Fjármálaeftirlitið kynningarfund um drög að leiðbeinandi tilmælum EIOPA um undirbúning vegna Solvency II, sbr. frétt frá 9. apríl sl. en drögin eru nú í umsagnarferli. Fulltrúum vátryggingafélaganna og Samtaka fjármálafyrirtækja var boðið á fundinn.
 
Farið var yfir markmið tilmælanna og ástæður þess að EIOPA ákvað að setja leiðbeinandi tilmæli til að samræma undirbúning vátryggingamarkaðarins fyrir gildistöku Solvency II tilskipunarinnar. Að lokinni almenni yfirferð var efni þriggja tilmæla um stjórnarhætti, eigið áhættu- og gjaldþolsmat (ORSA) og gagnaskil kynnt.
 
Umsagnarferlinu lýkur 19. júní nk. og var eitt af markmiðum fundarins að auðvelda markaðsaðilum að kynna sér drögin og senda athugasemdir til EIOPA ef þeir telja ástæðu til.
 
Sjá má glærukynningu fundarins hér.
Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica