Fréttir


Viðvörun Evrópsku eftirlitsstofnananna vegna sýndargjaldeyris

12.2.2018

Evrópsku eftirlitsstofnanirnar á fjármálamarkaði, þ.e. Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA), Evrópska vátrygginga- og lífeyriseftirlitsstofnunin (EIOPA) og Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) gáfu í dag út sameiginlega viðvörun vegna áhættu sem fylgt getur viðskiptum með sýndarfé. Stofnanirnar lýsa áhyggjum af því að neytendur séu í auknum mæli að fjárfesta í sýndarfé án þess að gera sér að fullu grein fyrir áhættunni sem í slíkum viðskiptum felst.

Fjármálaeftirlitið gaf út eigin aðvörun í lok janúar þar sem  neytendur eru varaðir við að fjárfesta í sýndarfé og hætta þannig fjármunum sem þeir mega ekki við því að tapa nema að mjög vel athuguðu máli.

Hér má lesa viðvörun Evrópsku eftirlitsstofnananna í heild sinni.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica