Fréttir


Upplýsingar um stöðu Gable Insurance AG

9.11.2016

Fjármálaeftirlitið vísar til fréttar, dags. 14. október sl., varðandi stöðu Gable Insurance AG.

Samkvæmt tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu í Liechtenstein (FMA) dags. 7. nóvember 2016, hefur PWC sem skipað var í bráðabirgðastjórn (e. Special Administrator) yfir Gable Insurance AG, upplýst að ástæða sé til að ætla að félagið sé yfirskuldsett. Boðað hefur verið til hluthafafundar þann 11. nóvember nk. þar sem hluthöfum gefst tækifæri til þess að reiða fram fjármagn til að forða félaginu frá slitameðferð. Þá hefur bráðabirgðastjórnin óskað þess af viðeigandi dómstól í Liechtenstein að ákvörðun um upphaf slitameðferðar verði frestað þar til hluthafafundurinn hefur farið fram.

Vátryggðum er eftir sem áður bent á að hafa samband við viðeigandi vátryggingamiðlun hafi þeir spurningar en einnig er hægt að senda spurningar á PWC sem fer með bráðabirgðastjórn yfir Gable Insurance AG á pwc.special.administrator@gableinsurance.li.

Frekari upplýsingar er að finna í frétt FMA á heimasíðu eftirlitsins.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica