Fréttir


Uppfærsla á vef Fjármálaeftirlitsins

19.9.2019

Vefur Fjármálaeftirlitsins hefur verið uppfærður. Uppfærslan var gerð í samræmi við þarfagreiningu sem unnin var með viðskiptavinum, stjórnendum og starfsmönnum og felur í sér nýja nálgun. Nú verður hægt að velja einn af sex flokkum markaða á forsíðu og færast þá inn á lendingarsíðu hans. Þaðan eiga þeir sem starfa á viðeigandi markaði auðvelt með að nálgast efni sem gagnast þeim. Einnig hafa verið gerðar skipulagsbreytingar á flokknum „Eftirlitsstarfsemi“ sem gera hann markvissari og einfaldari og er heiti flokksins nú „Eftirlit“.

Til að styðja við breytinguna hefur vefnum einnig verið gefin endurbætt ásýnd, bakgrunnurinn gerður hvítur og letur stækkað þannig að hann er léttari í notkun og nútímalegri. Farsímaútlitið var einnig fínpússað og leiðakerfið gert notendavænna.

Fjármálaeftirlitið vonast til að uppfærslan geri vefinn auðveldari í notkun og að henni verði vel tekið.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica