Fréttir


Umræðuskjal um drög að endurskoðuðum reglum um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja

10.1.2017

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 1/2017 sem inniheldur drög að endurskoðuðum reglum um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja. Tilefnið er breyting á lögum um fjármálafyrirtæki sem breytir meðal annars hæfisskilyrðum stjórnar og framkvæmdastjóra sem og skilyrðum um önnur störf stjórnarmanna.

Fjármálaeftirlitið óskar eftir því að athugasemdir umsagnaraðila við umræðuskjalið berist  eigi síðar en 27. janúar næstkomandi.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica