Fréttir


Umræðuskjal EBA vegna krafna um gagnsæi og upplýsingaskyldu lánastofnana á evrópumarkaði

1.7.2016

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjali sem hægt er að nálgast á heimasíðu EBA, Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar. Um er að ræða „Consultation Paper – Guidelines on disclosure requirements under Part Eight of Regulation (EU) 575/2013

Umræðuskjalið er hluti af tillögum EBA varðandi nánari útfærslu Pillar 3 gagnsæiskrafna Basel nefndarinnar frá janúar 2015. Hagsmunaaðilum er bent á að koma má á framfæri athugasemdum til 29. september 2016 á athugasemdasíðu EBA.

Að umsagnarferli loknu munu viðmiðunarreglur þessar verða gefnar út og innleiddar í íslenskan rétt með tilvísunaraðferð án frekara umsagnarferlis af hálfu Fjármálaeftirlitsins.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica