Fréttir


Tilkynning um samruna Varðar líftrygginga hf. og Okkar líftrygginga hf.

1.3.2017

Fjármálaeftirlitið veitti þann 28. febrúar 2017 leyfi fyrir samruna Varðar líftrygginga hf. og Okkar líftrygginga hf. á grundvelli 35. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Yfirfærsla vátryggingastofns Varðar líftrygginga hf. til Okkar líftrygginga var samþykkt af hálfu Fjármálaeftirlitsins frá og með 1. janúar 2017 og halda réttindi og skyldur vátryggingartaka, vátryggðra og annarra samkvæmt vátryggingasamningum sjálfkrafa gildi sínu við flutninginn og samruna félaganna. Samruninn miðast við sama tímamark og mun sameinað félag starfa undir nafni Varðar líftrygginga hf.

Fjármálaeftirlitið veitir frekari upplýsingar sé þess óskað. 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica