Fréttir


Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs árið 2016

7.7.2016

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2016 var haldinn þriðjudaginn 5. júlí í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Á fundi ráðsins var farið yfir helstu áhættuþætti í fjármálakerfinu og greinargerð kerfisáhættunefndar til fjármálastöðugleikaráðs. Áhætta í fjármálakerfinu hefur lítið breyst frá síðasta fundi fjármálastöðugleikaráðs sem haldinn var í maí. Viðnámsþróttur einkageirans er enn að aukast og erlendar skuldir þjóðarbúsins dragast saman. Kerfisáhætta vegna útlána er lítið breytt. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust lítillega á síðustu mánuðum. Kerfisáhætta vegna  gjalddagamisræmi og lausafjárstöðu er ekki talin mikil og að mestu óbreytt frá síðasta fundi.

Eftirfarandi mál voru á dagskrá: Ársfjórðungslegt mat á sveiflujöfnunarauka og árlegt mat á kerfislegu mikilvægi eftirlitsskyldra aðila í samræmi við opinbera stefnu um fjármálastöðugleika.

Mat á áhættuþáttum í fjármálakerfinu þykir ekki gefa tilefni til þess að breyta gildi sveiflujöfnunarauka og mælir ráðið því með því að hann sé óbreyttur frá síðasta fundi í 1%. Samþykkt var að Landsbankinn hf., Íslandsbanki hf., Arion banki hf. og Íbúðalánasjóður yrðu áfram skilgreindir sem kerfislega mikilvægir eftirlitsskyldir aðilar.

Næsti fundur fjármálastöðugleikaráðs verður 3. október 2016.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica