Fréttir


Skráning lánveitenda og lánamiðlara

3.3.2017

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á gildistöku laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda þann 1. apríl 2017.  Með lögunum er það gert að skilyrði til að mega veita fasteignalán til neytenda í atvinnuskyni að aðili hafi verið skráður af Fjármálaeftirlitinu. Hið sama á við um aðila sem vilja stunda miðlun slíkra lána. Þó geta lánastofnanir, Íbúðalánasjóður, lífeyrissjóðir og vátryggingafélög veitt fasteignalán án undangenginnar skráningar auk þess geta lánastofnanir, og í vissum tilvikum lögmenn og endurskoðendur, stundað lánamiðlun án undangenginnar skráningar. 

Umsókn um skráningu skal skilað til Fjármálaeftirlitsins í gegnum netfangið fme@fme.is eða á skrifstofu stofnunarinnar að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Umsóknum skal skilað fyrir 15. mars nk. óski aðili eftir skráningu við gildistöku laganna.

Nánari upplýsingar veitir Fjármálaeftirlitið og hægt er að senda fyrirspurn á fme@fme.is.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica