Fréttir


Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast í eina stofnun um næstu áramót

28.6.2019

Alþingi samþykkti hinn 20. júní síðastliðinn ný lög um Seðlabanka Íslands en með lögunum sameinast Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið í eina stofnun frá og með næstu áramótum. Með lögunum eru ekki gerðar breytingar á þeim verkefnum sem eru á ábyrgð þessara tveggja stofnana heldur lúta þau að sameiningu verkefna hjá einni stofnun, stjórnskipan og fyrirkomulagi ákvarðanatöku, einkum í ljósi aukins vægis fjármálastöðugleika.

Forsætisráðuneytið birti frétt um sameininguna er lögin höfðu verið samþykkt og er þar farið yfir helstu atriði þeirra.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica