Fréttir


Samþykki fyrir skiptingu Íslenskra fjárfesta hf. í tvö félög

14.5.2018

Hinn 9. maí 2018 samþykkti Fjármálaeftirlitið skiptingu Íslenskra fjárfesta hf., kt. 451294-2029, í tvö félög á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Með skiptingunni flytjast tilteknar eignir og skuldir sem eru ótengdar rekstri fjármálafyrirtækja frá verðbréfafyrirtækinu til KJO ehf., kt. 510418-3520, sem mun ekki stunda leyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Miðast skiptingin við 30. september 2017.

Auglýsing um skiptinguna verður birt í Lögbirtingablaði.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica