Fréttir


Samsteyptar útgáfur nokkurra EES gerða á sviði fjármálaþjónustu

6.7.2017

EFTA skrifstofan í Brussel hefur útbúið samsteyptar útgáfur á ensku af nokkrum EES gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem eru nú aðgengilegar á heimasíðu EFTA. Í útgáfunum hefur aðlögunartexti úr ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar verið færður inn í texta gerðanna til hægðarauka fyrir notendur.

Um er að ræða eftirtaldar gerðir:
Stofnreglugerðir evrópsku eftirlitsstofnananna (EBA, ESMA og EIOPA)
Stofnreglugerð evrópska kerfisáhætturáðsins (ESRB)
CRA reglugerðin um lánshæfismatsfyrirtæki
EMIR reglugerðin um innviði fjármálamarkaða
Skortsölureglugerðin
AiFMD tilskipunin um sérhæfða sjóði

Samsteyptar útgáfur á ensku.

Einnig eru til samsteyptar útgáfur af ESAs reglugerðunum (EBA, ESMA, EIOPA) og ESRB reglugerðinni á íslensku. Þær eru aðgengilegar í umsagnarskjali frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 7.3.2017 sem er að finna á vef Alþingis.

Samsteyptar útgáfur á íslensku.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica