Fréttir


Sala vátryggingatengdra fjárfestingarafurða NOVIS Insurance Company Inc.

16.7.2018

Fjármálaeftirlitið sendi frá sér ábendingu vegna tiltekinna vátryggingatengdra fjárfestingarafurða (Söfnunarlíftrygginga o.fl.) á vefsíðu sinni þann 19. júní sl.: https://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/abendingar-vegna-kaupa-a-vatryggingatengdum-fjarfestingaafurdum-sofnunarliftryggingum.

Í ábendingunni eru neytendur hvattir til að kynna sér ítarlega þær afurðir sem boðnar eru, þ.m.t. þann kostnað sem til fellur og þá áhættu sem fylgir afurðinni.

Að gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið nú ítreka nefnda ábendingu og vekja athygli á að Fjármálaeftirlit Ungverjalands (Seðlabanki) stöðvaði þann 4. júlí sl. tímabundið nýsölu á söfnunarlíftryggingum NOVIS Insurance Company Inc. https://www.mnb.hu/en/pressroom/press-releases/press-releases-2018/mnb-suspends-the-sale-of-several-novis-insurance-products

NOVIS Insurance Company Inc. sem er með starfsemi víða í Evrópu, hefur í samstarfi við innlenda vátryggingamiðlun boðið afurðir sínar til íslenskra neytenda síðustu mánuði, þ.á m. söfnunarlíftryggingar. 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica