Fréttir


Tilkynning um afturköllun starfsleyfa fjármálafyrirtækja

21.7.2011

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf.

Glitnir banki hf.
Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Glitnis banka hf.,  kt. 550500-3530, sem viðskiptabanka, þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.

Kaupþing banki hf.
Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Kaupþings banka hf., kt. 560882-0419, sem viðskiptabanka, þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.

Afturköllun starfsleyfa framangreindra aðila miðast við 19. júlí 2011.
Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica