Fréttir


Reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja

4.7.2011

Reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja hafa verið samþykktar af stjórn Fjármálaeftirlitsins.

Þegar lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 var breytt sl. sumar, með lögum nr. 75/2010, var mælt fyrir um að Fjármálaeftirlitið skyldi setja reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja. Reglurnar voru samþykktar af stjórn Fjármálaeftirlitsins þann 30. júní 2011. Reglurnar taka ekki gildi fyrr en við birtingu í Stjórnartíðindum, en gert er ráð fyrir birtingu þeirra í lok vikunnar.

Reglurnar kveða á um hvernig standa megi að afkomutengdu hvatakerfi í fjármálafyrirtækjum, svonefndum bónusgreiðslum. Reglurnar setja ákveðna mælikvarða á hámark kaupauka. Á ársgrundvelli má kaupauki starfsmanns ekki nema hærri fjárhæð en 25% af árslaunum viðkomandi án kaupauka. Fresta skal greiðslu hluta af kaupauka um að lágmarki 3 ár, þannig að unnt sé að taka tillit til sveiflna í viðskiptalífinu og hagkerfinu sem geta haft áhrif á árangur. Reglurnar leggja einnig bann við tryggðum kaupauka, þ.e.a.s. kaupauka sem starfsmaður fær óháð árangri í starfi. Þá er mælt fyrir um lækkun, afturköllun eða endurgreiðslu kaupauka þegar mælikvarða um árangur í starfi er ekki náð.

Fjármálaeftirlitið þakkar veittar umsagnir.

Reglurnar má sjá hér.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica