Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal nr. 6/2011 um leiðbeinandi tilmæli um skipan og störf endurskoðunarnefnda eftirlitsskyldra aðila

22.6.2011

Með lögum nr. 80/2008 um breytingu á lögum um ársreikninga nr. 3/2006 var ákveðnum þáttum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2006/43/EB frá 17. maí 2006 um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikning, komið í framkvæmd hér á landi. Meðal þess sem í breytingarlögunum fólst var að við allar einingar tengdar almannahagsmunum, sbr. skilgreiningu í 7. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga um endurskoðendur nr. 79/2008, skyldi starfa endurskoðunarnefnd.

Endurskoðunarnefndin er eftirlitsnefnd sem er þýðingarmikill hluti af stjórnskipulagi eininga tengdum almannahagsmunum. Með því að kveða á um skipun slíkrar nefndar í lögunum er m.a. leitast við að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga viðkomandi einingar, eftirlit  með fyrirkomulagi innra eftirlits, innri endurskoðunar og áhættustýringar og óhæði endurskoðenda einingarinnar. Um skipun, hlutverk og störf endurskoðunarnefndar er kveðið í 108. gr. a - d. laga um ársreikninga en þar kemur m.a. fram að nefndarmenn í endurskoðunarnefnd skuli vera óháðir endurskoðanda eða endurskoðendum einingarinnar og meiri hluti nefndarmanna skuli jafnframt vera óháður einingunni.

Með vísan til þess sem að ofan greinir gefur Fjármálaeftirlitið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um skipan og störf endurskoðunarnefnda eftirlitsskyldra aðila, umræðuskjal nr. 6/2011.

Umræðuskjalið má nálgast hér .

Umsagnir óskast sendar Fjármálaeftirlitinu við fyrstu hentugleika en þó eigi síðar en þriðjudaginn 12. júlí nk.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica