Fréttir


Flagganir - Icelandair Group hf.

1.11.2010

Aðili verður flöggunarskyldur, samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, þegar breyting verður á atkvæðisrétti hans í skráðu félagi, þannig að viðkomandi nái, hækki yfir eða lækki niður fyrir tiltekin mörk atkvæðisréttar sem skilgreind eru í lögunum. Flöggunarskyldur aðili skal tilkynna um slíkt til viðkomandi útgefanda og Fjármálaeftirlitsins og er það síðan í höndum útgefanda að birta upplýsingarnar opinberlega.

Síðastliðinn föstudag, dags. 29. október 2010, tilkynntu tilteknir aðilar um breytingu á atkvæðisrétti í Icelandair Group hf. vegna hlutafjárhækkunar félagsins. Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli fjárfesta á að því ferli sem fram þarf að fara vegna hækkunar hlutafjár er ekki lokið og hafa hinir nýju hlutir ekki verið gefnir út.

Fjármálaeftirlitið telur rétt að fjárfestar séu upplýstir um þetta.

Fjármálaeftirlitið mun ekki gera kröfu um að viðkomandi aðilar tilkynni að nýju þegar hinir nýju hlutir hafa verið gefnir út.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica