Fréttir


Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða án ábyrgðar launagreiðenda

15.6.2010

Lífeyrissjóðir án ábyrgðar launagreiðenda, 24 talsins, hafa nú skilað skýrslum um tryggingafræðilega stöðu miðað við stöðuna 31/12/2009. Bráðabirgða niðurstöður sýna að heildar tryggingafræðileg staða er nokkuð svipuð frá árinu áður og er vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu -11%. Aðeins 1 sjóður er með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Framlengt var bráðabirgðaákvæði í lífeyrissjóðalögunum sem fól í sér að ekki væri nauðsynlegt að skerða réttindi ef neikvæð staða héldist innan 15%. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þurfa væntanlega 2 sjóðir að skerða réttindi sjóðfélaga.

Samkvæmt niðurstöðum innsendra skýrslna sýna 13 sjóðir jákvæða hreina raunávöxtun fyrir árið 2009. Vegið meðaltal hreinnar raunávöxtunar allra 24 sjóðanna er nálægt -0,85% fyrir árið 2009.

Myndin sýnir tryggingafræðilega stöðu og raunávöxtun lífeyrissjóða sem eru án ábyrgðar launagreiðanda árið 2009.

Frett.16.06.2010.AnAbyrgd

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica