Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir KEA svf. heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sparisjóði Höfðhverfinga

27.4.2010

Fjármálaeftirlitið veitti þann 23. apríl sl., KEA svf. heimild til að fara með allt að 35% eignarhlut í Sparisjóði Höfðhverfinga, skv. 40. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (fftl.)

Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort umsækjendur um virka eignarhluti séu hæfir til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis á grundvelli 42. gr. fftl.  Ákvæði um virka eignarhluti og meðferð þeirra má finna í VI. kafla laga um fjármálafyrirtæki.

Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. fftl. skulu aðilar sem hyggjast eignast virkan eignahlut í fjármálafyrirtæki leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir fram. Heimild Fjármálaeftirlitsins gildir í sex mánuði eftir að samþykki Fjármálaeftirlitsins liggur fyrir, skv. 44. gr. fftl.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica