Fréttir


Fræðslufundur Fjármálaeftirlitsins með regluvörðum

20.4.2010

Frett.20.04.2010.salur

Fjármálaeftirlitið efndi nýlega til fræðslufundar með regluvörðum. Um áttatíu manns mættu á fundinn sem var haldinn í samræmi við það markmið Fjármálaeftirlitsins að auka tengsl við regluverði og staðgengla þeirra. Tilgangurinn var enn fremur að efla hlutverk þessara aðila í störfum hjá fjármálafyrirtækjum og útgefendum fjármálagerninga með kynningu og fræðslu.

Á fundinum var farið yfir upplýsingaskyldu útgefanda fjármálagerninga þar sem meðal annars var farið yfir skyldu útgefanda til birtingar innherjaupplýsinga. Hlutverki regluvarðar var einnig lýst, annars vegar hjá útgefendum fjármálagerninga og hins vegar hjá fjármálafyrirtækjum.

Í síðasta hluta fundarins var farið yfir viðurlagamál almennt hjá Fjármálaeftirlitinu, viðurlagaheimildir og beitingu þeirra. Fjallað var sérstaklega um ákvæði verðbréfaviðskiptalaga um markaðsmisnotkun og innherjasvik, nefnd dæmi og farið yfir ýmis álitamál.

Glærukynningu á upplýsingaskyldu útgefenda má sjá hér, kynning á hlutverki regluvarða er hér og kynningin: Viðurlagamál – innherjasvik og markaðsmisnotkun er hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica