Fréttir


Til áréttingar varðandi starfshætti vátryggingamiðlara

22.2.2010

Fjármálaeftirlitinu hafa borist nokkrar kvartanir vegna starfshátta vátryggingamiðlana sem starfa á grundvelli b-liðar 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um miðlun nr. 32/2005. Kvartanirnar snúast flestar um að tilteknar vátryggingamiðlanir kynni sig sem óháða vátryggingamiðlun án þess að upplýsa um nöfn þeirra vátryggingafélaga sem miðlað er fyrir og jafnvel er gefið í skyn að miðlað sé fyrir öll innlend skaðavátryggingafélög.

Samkvæmt áðurnefndum lið laga um miðlun vátrygginga skiptist skilgreining á vátryggingamiðlun í tvo aðgreinda þætti:

a.                   Starfsemi vátryggingamiðlara sem felst í að miðla á eigin ábyrgð vátryggingum, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um miðlun og byggist á hlutlausri greiningu vátryggingarsamninga sem í boði eru á markaði.

b.                  Starfsemi vátryggingamiðlara sem felst í að miðla á eigin ábyrgð vátryggingum, eins eða fleiri vátryggingafélaga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um miðlun.

Undir a-lið fellur vátryggingamiðlari sem er óháður og veitir viðskiptamanni sínum ráðgjöf á grundvelli hlutlausrar greiningar á nægilega mörgum vátryggingarsamningum, sem í boði eru á markaðnum án þess að vera bundinn einstökum vátryggingafélögum. Undir b-lið fellur vátryggingamiðlari sem miðlar á eigin ábyrgð vátryggingum frá einu eða fleiri félögum. Í slíkum tilvikum ber vátryggingamiðlara að upplýsa viðskiptamann sinn um nöfn þeirra vátryggingafélaga sem hann miðlar fyrir.

Með vísan til framanritaðs áréttar Fjármálaeftirlitið mikilvægi þess að kynning, markaðssetning og upplýsingagjöf vátryggingamiðlana sé í samræmi við ákvæði laga um miðlun vátrygginga svo og  annarra viðeigandi laga. Brot á slíku getur m.a. varðað við 28. gr. laga um miðlun vátrygginga og sætt stjórnvaldssektum skv. 2. mgr. 62. gr. laganna.


Nánari upplýsingar veitir Sigurður G. Valgeirsson,
sgv@fme.is, sími: 525-2700 og farsími: 840-3861.
Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica