Fréttir


Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2009 haldinn í dag

26.11.2009

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins  var haldinn í Sólarsal Rúgbrauðsgerðarinnar nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins kynnt. Ræðumenn dagsins voru Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins  og Alan Bones, sendiherra Kanada sem sagði frá fjármálakerfi Kanada og uppbyggingu þess en Kanada var eitt fárra landa sem stóðu nokkuð vel af sér hina alþjóðlegu fjármálakreppu.

Til fundarins var boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins, helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni, auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.

Ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins 2009 má sjá hér . Ræða Gunnars Haraldssonar, stjórnarformanns er hér , ræða Gunnars Þ. Andersen, forstjóra er hér  og ræða Alan Bones sendiherra Kanada er hér .   Glærur frá fundinum eru hér.

Frett.26.11.2009.PGK_20091126_0019-2

Nánari upplýsingar veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, sími: 525-2700 og farsími: 840-3861.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica