Fréttir


Fjármálaeftirlitið boðaði útgefendur fjármálagerninga til fundar 15. maí síðastliðinn.

19.5.2009

Frett.19.05.2009.Fundur_allir-Mynd1Þann 15. maí sl. héldu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins þær Barbara Inga Albertsdóttir og Rut Gunnarsdóttir fund með útgefendum fjármálagerninga á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgum fjármálagerninga (MTF). Á fundinn voru allir útgefendur boðaðir.

Umfjöllunarefni fundarins var upplýsingaskylda útgefenda. Lögð var sérstök áhersla á þann þátt upplýsingaskyldunnar að greina opinberlega frá upplýsingum sem eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef opinberar væru. Á fundinum var einnig fjallað sérstaklega um viðurlög við brotum gegn ákvæðum laga og reglna um upplýsingaskyldu.

Þátttaka á fundinum var mjög góð, en um 80 fulltrúar frá meirihluta útgefenda mættu til fundarins.

Kynninguna frá fundinum má nálgast hér.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is , s. 525 2700 eða farsími 840 3861.

Frett.19.05.2009.Fundur_allir-Mynd2 Frett.19.05.2009.Fundur_allir-Mynd3


Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica