Fréttir


Skilmálar fjármálagernings frá nýju bönkunum til þeirra gömlu

12.3.2009

Í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) dags. 6. mars 2009 kemur fram að skilmálar fjármálagerningsins sem gefinn verður út frá nýja bankanum til þess gamla, vegna greiðslu á endurgjaldi fyrir því sem ráðstafað er til nýja bankans, skuli liggja fyrir eigi síðar en 18. maí 2009. Í upphaflegu ákvörðunum FME um ráðstöfun eigna og skulda gömlu bankanna var gert ráð fyrir því að niðurstaða um skilmála fjármálagerningsins lægi fyrir innan 10 daga frá því niðurstaða matsaðila lægi fyrir. Mikilvægt er að stjórnvöld fái svigrúm til að taka afstöðu til gerningsins að höfðu samráði við skilanefndir og fulltrúa kröfuhafa eftir því sem unnt er og er því talið nauðsynlegt að veita rýmri tímafrest til að ljúka frágangi þessa fjármálagernings þó eigi lengur en til 18. maí 2009.

Ákvarðanir FME má finna hér.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, S: 525-2700 og GSM: 840-3861.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica