Fréttir


Verðmat nýju bankanna

24.2.2009

Í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) dags. 9. janúar 2009  kom fram að ekki væri unnt að ljúka verðmati eigna og skulda NBI hf., Nýja Glitnis banka hf. og Nýja Kaupþings banka hf. innan tilgreindra tímamarka upphaflegra ákvarðana (þ.e. 90 daga frá upphaflegri ákvörðun fyrir hvern banka sem tekin var í október sl.). Af þeirri ástæðu ákvað FME að lengja fyrri tímamörk  til að ljúka verðmati nýju bankanna og var ákveðið að ákvörðun varðandi endanleg lok verðmats nýju bankanna skyldi tekin eigi síðar en 15. febrúar 2009. Ákvörðun FME um endanlegan frest til að ljúka verðmati nýju bankanna hefur verið birt á heimasíðu eftirlitsins.  Deloitte LLP mun ljúka verðmati bankanna í lok mars 2009. Í framhaldi af því mun Oliver Wyman skila skýrslu um framkvæmd  verðmatsins, eigi síðar en 15. apríl 2009.

Ákvarðanir FME má finna hér.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, S: 525-2700 og GSM: 840-3861.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica