Fréttir


Verðmat nýju bankanna þriggja

29.1.2009

Mati Fjármálaeftirlitsins á eignum og skuldum nýju bankanna miðar vel áfram.

Fjármálaeftirlitið hefur í samræmi við viljayfirlýsingu Íslands gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hinn 15. nóvember sl. fengið Deloitte LLP til að ljúka mati á eignum og skuldum NBI hf., Nýja Glitnis banka hf. og Nýja Kaupþings banka hf. Eins og fram kemur í þremur ákvörðunum sem birtar voru af Fjármálaeftirlitinu 9. janúar 2009 mun mat á eignum og skuldum taka lengri tíma en upphaflega var áætlað. Ákvörðun um endanlegan frest verður tekin eigi síðar en 15. febrúar 2009.

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu Fjármálaeftirlitsins frá 11. desember 2008 mun Oliver Wyman áfram vinna að samhæfingu endurmatsins.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, S: 525-2700 og GSM: 840-3861 eða Íris Björk Hreinsdóttir, iris@fme.is eða S: 525-2700.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica