Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir tryggingastærðfræðingi viðurkenningu

9.1.2009

Fjármálaeftirlitið veitti Þóri Óskarssyni tryggingastærðfræðingi hjá „Købstædernes Forsikring“ í Kaupmannahöfn, viðurkenningu skv. 37. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr., 60/1994 hinn 5. janúar síðastliðinn.

Í viðurkenningunni felst heimild til að taka að sér nauðsynlega tryggingatæknilega útreikninga og athuganir fyrir líftryggingafélög með starfsleyfi hér á landi í samræmi við nefnda lagagrein. Einnig felst í viðurkenningunni heimild til að gera tryggingafræðilega athugun á fjárhag hérlendra lífeyrissjóða í samræmi við 24. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

Þórir Óskarsson lauk prófi í tryggingastærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2006. Hann er fyrsti einstaklingurinn til að sækja um og hljóta viðurkenningu sem þessa í tæp 10 ár, en síðast veitti Fjármálaeftirlitið viðurkenningu í mars 1999.
Upplýsingar um tryggingastærðfræðinga með viðurkenningu Fjármálaeftirlitsins má sjá á meðfylgjandi töflu.

Frett.09.01.2009.Mynd

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Íris Björk Hreinsdóttir, iris@fme.is, S: 525-2700 og GSM: 869-2733 eða Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, S: 525-2700 og GSM: 840-3861.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica