Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir innheimtuleyfi á grundvelli innheimtulaga nr. 95/2008.

6.1.2009

Innheimtulög nr. 95/2008, tóku gildi þann 1. janúar sl.  Með lögunum er Fjármálaeftirlitinu falið að veita innheimtuleyfi til aðila sem stunda innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra og aðila sem kaupa peningakröfur í þeim tilgangi að innheimta þær sjálfir í atvinnuskyni.  Lögmenn, opinberir aðilar, viðskiptabankar og sparisjóðir, aðrar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki mega þó stunda innheimtu án innheimtuleyfis.  Fjármálaeftirlitið tekur nú við umsóknum um innheimtuleyfi og hafa fyrstu leyfin þegar verið veitt. 

Með innheimtulögunum er Fjármálaeftirlitinu að auki falið að hafa eftirlit með því að innheimtustarfsemi aðila með innheimtuleyfi, opinberra aðila, viðskiptabanka, sparisjóða, annarra lánastofnana og verðbréfafyrirtækja sé í samræmi við innheimtulög og þær reglur sem settar eru á grundvelli laganna.  Fjármálaeftirlitið hefur á grundvelli heimildar í innheimtulögunum sett reglur um framkvæmd eftirlits með innheimtustarfsemi skv. innheimtulögum nr. 95/2008.  Í reglunum er kveðið á um hvernig eftirliti Fjármálaeftirlitsins verði háttað og eru þar ákvæði m.a. um skrá yfir innheimtuaðila og regluleg skýrsluskil þeirra.  Viðskiptaráðherra er jafnframt veitt heimild í innheimtulögunum til að setja reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Íris Björk Hreinsdóttir, iris@fme.is, S: 525-2700 og GSM: 869-2733 eða Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, S: 525-2700 og GSM: 840-3861.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica