Fréttir


Stofnefnahagsreikningar fyrir nýju bankana þrjá sem gilda til bráðabirgða

14.11.2008

Fjármálaeftirlitið birtir nú stofnefnahagsreikning fyrir Nýja Glitni banka hf., Nýja Kaupþing banka hf. og NBI hf. Um er að ræða bráðabirgðatölur sem háðar eru endurmati sem nú er hafið. Niðurstöður endurmatsins eiga að liggja fyrir innan 90 daga frá því að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins lá fyrir um uppskiptingu gömlu bankanna í október sl. Í þessu sambandi vísast einnig í frétt Fjármálaeftirlitsins um stofnefnahagsreikninga bankanna 11. nóvember sl. Hægt er að nálgast stofnefnahagsreikninga bankanna hér.

Stjórnir nýju bankana þriggja bera ábyrgð á starfsemi þeirra og upplýsingum um fjárhag og rekstur eins og gildir um önnur fjármálafyrirtæki. Um fyrirspurnir vísast til nýju viðskiptabankanna.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica