Fréttir


CEIOPS hefur birt ORSA skýrslu á heimasíðu sinni

19.6.2008

CEIOPS (Committee of European Insurance and Occupational Pensions Supervisors) hefur birt á heimasíðu sinni skýrsluna, "Issues Paper on Own Risk and Solvency Assessment".  Skýrslan kynnir afstöðu CEIOPS til ORSA (eigin áhættu og gjaldþolsmat) samkvæmt tilskipunardrögum um Solvency II (nýr gjaldþols- og eftirlitsstaðall fyrir vátryggingafélög). 

Samkvæmt tilskipunardrögum um Solvency II verður ORSA hluti af áhættustýringarkerfi vátryggingafélaga. Skýrsluna má nálgast hér.

Hagsmunaaðilar geta sent athugasemdir við skýrsluna til CEIOPS fyrir 27. ágúst nk. Athugasemdir skulu sendast á netfangið, secretariat@ceiops.eu með tilvísuninni "CEIOPS-IGSRR-09/08"

Til baka





Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica