Fréttir


Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur um sértryggð skuldabréf

6.6.2008

Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með lögum um sértryggð skuldabréf. Eftirlitið felst m.a. í því að útgefandi fylgi ákvæðum laganna og annarra reglna sem um starfsemi hans gilda. Um eftirlit samkvæmt lögunum fer að öðru leyti eftir ákvæðum laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 528/2008 um sértryggð skuldabréf á grundvelli 25. gr. áðurnefndra laga. Reglurnar kveða m.a. á um hvað umsókn um leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa skuli innihalda, hvernig meta skuli veðsettar fasteignir, atriði í tengslum við tryggingasafnið og afleiðusamninga, skrá yfir sértryggð skuldabréf, hæfisskilyrði sjálfstæðs skoðunarmanns og helstu skyldur hans og greiðslu kostnaðar við afgreiðslu umsóknar um sértryggð skuldabréf.

Unnið er að þýðingu reglnanna yfir á ensku. Verða þær birtar á ensku útgáfu heimasíðu Fjármálaeftirlitsins að þeirri vinnu lokinni. 

Reglurnar má nálgast hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica