Fréttir


Fræðslufundir um markaðsmisnotkun fyrir starfsfólk fjármálafyrirtækja

14.4.2008

Frett.14.04.2008.Rut_400pxFjármálaeftirlitið hefur á undanförnum dögum staðið fyrir fræðslufundum um markaðsmisnotkun fyrir starfsfólk stærstu fjármálafyrirtækjanna. Í ljósi þeirra miklu hreyfinga sem verið hafa á fjármálamörkuðum undanfarnar vikur sem og umfjöllunar þeim tengdum, jafnt í innlendum sem erlendum fjölmiðlum, taldi Fjármálaeftirlitið tilefni til að standa fyrir slíkri fræðslu.  Hefur fræðslunni einkum verið beint að starfsfólki fjármálafyrirtækja sem starfar við verðbréfaviðskipti.  Megininntak fræðslunnar er hvað átt sé við með hugtakinu markaðsmisnotkun, í skilningi 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, og hvernig bregðast skuli við slíku.  Fundirnir hafa verið afar vel sóttir og er ljóst að umræðuefnið er ofarlega á baugi um þessar mundir, en um 300 manns hafa sótt fundina. 

Glærur frá fundunum.

 

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica