Fréttir


Lokadagur skráningar - Eiginfjárskýrsla skv. BASEL II

5.3.2008

Fjármálaeftirlitið stendur að námskeiði um eiginfjárskýrslu skv. Basel II í tilefni þess að fjármálafyrirtækjum ber að hefja skil á skýrslunni á árinu 2008. Námskeiðið verður haldið á Grand hótel Reykjavík, miðvikudaginn 12. mars nk. kl. 13:00 og mun standa yfir í um 3 klukkustundir.

Tilgangur námskeiðsins er að dýpka skilning eftirlitsskyldra aðila á skýrslunni, bæði með umfjöllun um skýrsluna og dæmayfirferð.

Fjármálaeftirlitið vill minna á að síðasti skráningardagur fyrir námskeið um eiginfjárskýrslu skv. Basel II (COREP) er í dag, 5. mars 2008.

Skráning sendist á póstfang lilja@fme.is eigi síðar en 5. mars.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica