Fréttir


Námskeið um eiginfjárskýrslu skv. Basel II (COREP)

22.2.2008

Fjármálaeftirlitið efnir til námskeiðs um eiginfjárskýrslu skv. Basel II í tilefni þess að fjármálafyrirtækjum ber að hefja skil á skýrslunni á árinu 2008. Námskeiðið verður haldið á Grand hótel Reykjavík, miðvikudaginn 12. mars nk. kl. 13:00 og mun standa yfir í um 3 klukkustundir. Tilgangur þess er að dýpka skilning eftirlitsskylda aðila á skýrslunni, bæði með umfjöllun um skýrsluna og dæmayfirferð.

Námskeiðið er haldið í framhaldi af kynningarfundi sem haldinn var 7. febrúar sl. (síðar endurtekinn 19. febrúar). Tilgangurinn með þeirri kynningu var að fræða starfsmenn fjármálafyrirtækja um Basel II staðalinn, grunnatriði COREP skýrslunnar og ýmis önnur hagnýt atriði sem auðvelda ættu eftirlitsskyldum aðilum gerð skýrslunnar. FME lagði einnig áherslu á að fjármálafyrirtæki gefi sér góðan tíma í undirbúningsvinnu fyrir skýrsluskil á eiginfjárskýrslu samkvæmt Basel II (COREP) þar sem um töluverðar breytingar er að ræða frá eiginfjárskýrslu skv. Basel I.

Kostnaður vegna salarleigu er 1.700 kr. og greiðist við innganginn. Þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega en innritun hefst kl. 12:30. 

Skráning sendist á póstfang lilja@fme.is eigi síðar en 5. mars nk.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica