Fréttir


Fjármálaeftirlitið hafnar umsókn FL Group og Jötuns Holding

13.12.2007

Þann 1. júní 2007 barst Fjármálaeftirlitinu sameiginleg umsókn frá FL Group hf. og Jötni Holding ehf. um heimild til að fara saman með allt að 39,9% eignarhlut í Glitni banka hf.  

Að lokinni ítarlegri athugun og gagnaöflun telur Fjármálaeftirlitið rétt að hafna umsókn aðila um heimild til að fara með aukinn hlut í Glitni banka hf. Þar með ber aðilum að selja eignarhluti sína í Glitni banka hf. umfram 32,99% innan þess tíma sem Fjármálaeftirlitið ákveður að fengnum sjónarmiðum þeirra.

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME:

„Eftir ítarlega skoðun er það niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að miðað við fyrirliggjandi forsendur sé þrengra eignarhald ekki heppilegt fyrir bankann. Eftir stendur kjölfestuhlutur sem felur í sér mikla ábyrgð þeirra aðila sem með hann fara.”

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica