Fréttir


CESR: Umræðuskjal um upplýsingagjöf verðbréfasjóða

29.11.2007

Fjármálaeftirlitið vekur athygli fjárfesta á því að CESR (The Committee of European Securities Regulators) hefur birt á heimasíðu sinni umræðuskjal sem lýtur að innihaldi og framsetningu upplýsingaskjals um verðbréfasjóði.

Umræðuskjalið snýr að endurskoðun verðbréfasjóðatilskipunar (tilskipun nr. 85/611/EBE um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum, með síðari breytingum) en ætlunin er að svonefndur útdráttur úr útboðslýsingu verðbréfasjóða verði leystur af hólmi með skjali sem hentar betur fjárfestum.

Umræðuskjalið: “Consultation Paper on content and form of Key Investor Information disclosures for UCITS” má nálgast hér http://www.cesr.eu/index.php?page=home_details&id=239

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica