Fréttir


Á fjórða tug erlendra verðbréfasjóða hafa tilkynnt um fyrirhugaða markaðssetningu á Íslandi

1.8.2007

Á fjórða tug erlendra verðbréfasjóða með samtals um 240 sjóðsdeildir hafa tilkynnt Fjármálaeftirlitinu (FME) um fyrirhugaða markaðssetningu á Íslandi. Um er að ræða sjóði sem skráðir eru í Austurríki, Luxemborg, Þýskalandi og á Írlandi.

FME hefur í fyrsta sinn birt lista yfir þá erlendu verðbréfasjóði sem hafa tilkynnt um fyrirhugaða markaðssetningu hér á landi og er birting listans liður í aukinni upplýsingagjöf stofnunarinnar.

Samkvæmt lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði (30/2003) getur erlendur verðbréfasjóður (UCITS) með staðfestingu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins markaðssett skírteini sín hér á landi, enda hafi Fjármálaeftirlitið fengið tilkynningu um fyrirhugaða starfsemi frá verðbréfasjóðnum.

Listann yfir erlendu verðbréfasjóðina má nálgast hér.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica