Fréttir


Ráðstefna um Solvency II

22.6.2007

Willis Re Nordic, sem er vátryggingamiðlun á sviði endurtrygginga, hélt ráðstefnu um Solvency II á Hótel Sögu 20. júní sl. Markmið ráðstefnunnar var að hvetja vátryggingafélög til að taka virkan þátt í innleiðingu Solvency II, t.d. með þátttöku í könnunum á áhrifum (QIS) og að kynna þjónustu sem fyrirtækið veitir viðskiptum sínum vegna Solvency II og áhættustýringar.
Fulltrúi Fjármálaeftirlitsins, Sigurður Freyr Jónatansson, tók þátt í ráðstefnunni og hélt erindi um núverandi stöðu íslensks vátryggingamarkaðar og væntanleg áhrif Solvency II.

Fram kom að vátryggingamarkaðurinn verður stöðugt flóknari sem þýðir að gera þarf auknar kröfur til FME og samskipta þess við eftirlitsskylda aðila og önnur fjármálaeftirlit. Gera má ráð fyrir að kröfur vegna markaðsáhættu vegi þungt í nýjum gjaldþolskröfum Solvency II sem gæti orðið til þess að vátryggingafélög þurfi að leita leiða til að draga úr áhættu eða finna nýjar leiðir til fjármögnunar gjaldþols. Mikilvægt er að FME hafi á hverjum tíma rétta yfirsýn yfir mikilvæga þætti í starfsemi félaga s.s.

  • gjaldþolsstöðu
  • áhættustýringu
  • skipulag samstæðna
  • fjárfestingar og eignastýringu
  • endurtryggingar og fjárhagslegar áhættuvarnir (afleiður)

Mikilvægt er að vátryggingafélög hafi í huga að nýjungar í starfsemi og endurskipulagning á eignarhaldi hefur í för með sér auknar kröfur vegna skýrsluskila félaganna til FME.

Glærur frá kynningunni :
Sigurður Freyr Jónatansson

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica