Fréttir


FME: Morgunverðarfundur um útrás íslensku bankanna til Kína

11.6.2007

Um 50 manns sóttu fund FME um útrás íslenskra fjármálafyrirtækja til Kína. Tilefni fundarins var heimsókn sendinefndar frá kínverska bankaeftirlitinu (CBRC) og undirritun samstarfssamning FME og CBRC.

Á fundinum fjallaði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME um útrás íslenskra fjármálafyrirtækja og áhrifin á starfsemi FME. Í ræðu sinni kynnti Jónas nýja stefnu er snýr að erlendri starfsemi íslensku fjármálafyrirtækjanna. 

Liu Mingkang, formaður kínverska bankaeftirlitsins fjallaði almennt um kínverska bankamarkaðinn og eftirlitshlutverk CBRC. Í ræðu sinni fagnaði hann innkomu íslenskra viðskiptabanka inn á kínverska markaðinn og sagðist bera miklar væntingar til samstarfsins við FME.

Lárus Welding forstjóri Glitnis kynnti stefnu og starfsemi Glitnis í Kína, en bankinn opnaði nýlega, fyrstur íslenskra banka, umboðsskrifstofu í Kína. Í ræðu sinni lýsti Lárus yfir ánægju með það starf sem unnið væri innan FME í tengslum við útrás fjármálafyrirtækjanna og sagði það starf mjög mikilvægt fyrir fyrirtækin.

Kynningar og ræður:
Kynning Jónasar Fr. Jónssonar
Ræða Jónasar Fr. Jónsson
Kynning Lárusar Welding

Myndir:
Frett.11.06.2007.Mynd1

Frett.11.06.2007.Mynd2

Frett.11.06.2007.Mynd3

 

 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica