Fréttir


Niðurstöður úttektar FME á regluvörslu hjá Akureyrarbæ og Kaupfélagi Eyfirðinga (KEA)

18.4.2007

Fjármálaeftirlitið gerði fyrr á þessu ári reglubundna úttekt á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja vegna skráðra skuldabréfa hjá Akureyrarbæ annarsvegar og KEA svf. hinsvegar.  Þessar úttektir eru birtar á heimasíðu FME.

Megintilgangurinn með slíkum úttektum er fyrirbyggjandi eftirlit og aukinn trúverðugleiki félaga og könnun á starfsháttum svokallaðra regluvarða hjá slíkum félögum.  Þá er einnig lögð á það áhersla að fræða félögin um rétta meðferð á viðskiptum innherja og innherjaupplýsinga, en það er hlutverk regluvarða að hafa umsjón með því að reglum um þetta sé framfylgt af hálfu félagsins.
Úttektirnar eru tvíþættar, annars vegar fræðsla um regluverkið og hins vegar úttekt á því hvernig viðkomandi félag hefur staðið sig og ábendingar um hvað má betur fara.

Birting á niðurstöðum úttektanna er hluti af gagnsæisstefnu Fjármálaeftirlitsins sem kveður m.a. á um að FME birti upplýsingar einstakra athugana á heimasíðu sinni.
Það er niðurstaða FME að regluvarsla sé í almennt góðu horfi hjá báðum þessum  fyrirtækjum, þó svo að bent hafi verið á nokkur atriði sem betur mættu fara.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica