Fréttir


Tilmæli til eftirlitsskyldra aðila vegna sýndarfjár

26.9.2014

Fjármálaeftirlitið sendi eftirlitsskyldum aðilum tilmæli í lok ágúst síðastliðins. Þar var vakin athygli á skýrslu evrópska bankaeftirlitsins (EBA) um viðbrögð við sýndarfé (e. EBA Opinion on "virtual currencies")

Í tilmælum Fjármálaeftirlitsins segir meðal annars: „Niðurstaða EBA er að áhættan sem fylgir viðskiptum með sýndarfé sé slík að ekki verði komist hjá því að taka á málefninu í lögum og reglum. Vinna þar að lútandi er hins vegar bæði umfangsmikil og tímafrek og hvetur EBA fjármálastofnanir því til þess að forðast viðskipti með sýndarfé uns unnt er að takmarka þær áhættur sem slíkum viðskiptum fylgja.

Fjármálaeftirlitið tekur undir þær áhyggjur sem lýst er í skýrslu EBA í tilmælum sínum til eftirlitsskyldra aðila

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica