Fréttir


Útgáfa reglugerða er varða starfsemi rekstrarfélaga verðbréfasjóða

11.12.2013

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að reglugerð um lykilupplýsingar nr. 983/2013 var birt í Stjórnartíðindum þann 6. nóvember sl. en reglugerðin tekur gildi þann 1. febrúar 2014. Reglugerðin er innleiðing á reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 583/2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og  -ráðsins 2009/65/EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir hlutdeildarskírteinishafa og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar eða útboðslýsing er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða á vefsetri.

Reglugerðin er sett með stoð í lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Vakin er sérstök athygli á því að reglugerðinni er ætlað að taka gildi 1. febrúar nk. sem þýðir að frá þeim tíma þurfa rekstrarfélög að útbúa sérstakt lykilupplýsingaskjal fyrir hlutdeildarskírteinishafa í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum félagsins, í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Frá þeim tíma fellur ennfremur niður skylda rekstrarfélags til að gefa út útdrátt úr útboðslýsingu.

Fyrirhugað er að Fjármálaeftirlitið gefi út leiðbeinandi tilmæli til nánari útfærslu á fyrrgreindri reglugerð. Tilmælin munu byggja á útgefnum leiðbeinandi tilmælum (e. guidelines) frá Evrópsku verðbréfaeftirlitsstofnuninni (European Securities and Markets Authority (ESMA, áður CESR)). Fjármálaeftirlitið mælist til þess að rekstrarfélög kynni sér efni eftirfarandi tilmæla ESMA þar sem þau munu verða hluti af leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins.
Guidelines - Selection and presentation of performance scenarios in the Key Investor Information document (KII) for structured UCITS
Guidelines - Transition from the Simplified Prospectus to the Key Investor Information document
CESR's guide to clear language and layout for the Key Investor Information document
CESR's template for the Key Investor Information document
Guidelines - Methodology for the calculation of the synthetic risk and reward indicator in the Key Investor Information Document
Guidelines - Methodology for calculation of the ongoing charges figure in the Key Investor Information Document
Jafnframt er vakin athygli á reglugerð nr. 984/2013 sem tók gildi þann 6. nóvember sl. en hún er innleiðing á reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 584/2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og -ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda. Reglugerðinni er ætlað að samræma framkvæmd í Evrópu hvað varðar markaðssetningu verðbréfasjóða á milli landa.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica