Fréttir


Tölvuský – innleiðing og notkun

12.11.2013

Fjármálaeftirlitið býður upp á kynningu þann 21. nóvember næstkomandi þar sem farið verður yfir atriði sem vert er að hafa í huga við innleiðingu og notkun á tölvuskýjum.  Dagskráin, sem stendur frá 10 til 12,  fer fram á RadissonBlu hótelinu (Hótel Sögu) í sal sem heitir Katla og er á 2.hæð. Fyrirlesturinn er á ensku.

Í fyrirlestrinum verða tölvuský útskýrð á einfaldan hátt. Þá verður farið yfir þær nýju öryggishættur sem fylgja slíkum grundvallarbreytingum á notkun tölvu- og upplýsingakerfa. Einnig verða tekin dæmi um öryggisveikleika sem fram hafa komið hjá  fyrirtækjum við notkun tölvuskýja.

Fyrirlesarar eru:
Rich Smith - Framkvæmdastjóri Syndis.
Dr. Ýmir Vigfússon – Vísindastjóri Syndis og lektor í tölvunarfræði við HR.

Fjármálaeftirlitið hvetur þá starfsmenn eftirlitsskyldra aðila sem að koma að tölvuöryggi, rekstri upplýsingakerfa og áhættustýringu til að sækja fundinn. Að fyrirlestri loknum gefst tími til að spyrja og ræða nánar um efni erindanna.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið fme@fme.is til að skrá þátttöku þar sem tekið er fram nafn á fyrirtæki og fjöldi starfsmanna sem að mætir. Síðasti dagur skráningar er mánudagurinn 18.nóvember.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica